Tourism &
Sustainability Research
Sjálfstæður ráðgjafi, þýðandi, yfirlesari
Ferðamála- og Sjálfbærnifræðingur MSc
Síðan ég lauk B.Sc. námi mínu í ferðamálafræði við Háskóla Íslands hef ég framkvæmt rannsóknir í hinum ýmsu landshlutum og í öðrum löndum. Mastersnám mitt í umhverfis- og sjálfbærnifræði við Lundarháskóla nýtti ég mér til að þróa áfram sérþekkingu mína um sjálfbærni og ferðamennsku.
Tourism & Sustainability Research
VIÐSKIPTAVINIR
Verkkaupi: Fannborg tourism, Mannvit Engineers
Áhrif uppbyggingar Hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum á ferðamennsku - Mat á viðhorfi ferðamanna og annarra hagsmunaaðila ferðamennsku.
Aðkoma:
Rannsókn þessi endurspeglar viðhorf hagsmunaaðila ferðamennsku í Kerlingarfjöllum til fyrirhugaðra framkvæmda Fannborgar. Kristín Rut Kristjánsdóttir annast ráðgjöf við framkæmd umhverfismats sem er í höndum Mannvits. Ráðgjöfin felur í sér rýningu og uppsetningu spurningalista og vefkönnunar, mati á þátttakendalista og hagsmunahópa, úrvinnslu og greiningu niðurstaðna.