ÞJÓNUSTA
Mat á heildaráhrifum ferðamennsku
Rannsóknir sem ég hef tekið þátt í hafa veitt mér innsýn inn í aðstæður fjölmargra ferðaþjónustuaðila. Það er ómetanlegt að hafa þannig kynnst áskorunum og tækifærum greinarinnar og hvernig þetta endurspeglast hjá ólíkum hagsmunaaðilum ferðamennsku og á ólíkum svæðum.
Ferðamennska hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af nær allri starfssemi og stefnumótun sem á sér stað bæði staðbundið, á landsvísu og á heimsvísu.
Ég býð upp á rannsóknir sem snúa að áhrif ferðamennslu og sjálfbærni. En ferðaþjónustan er í dag sögð ein af þeim atvinnugreinum sem hafa sífellt meiri áhrif á viðskipti á Norður-löndunum. Niðurstöður rannsókna minna eru kynntar viðskiptavinum á þann hátt sem þeir óska, sem og vinn ég að því að birta niðurstöður til að vekja athygli á hlutverk ferðaþjónustunnar í samfélaginu.
Menntun mín í sjálfbærum fræðum sem og reynsla mín af fyrri verkefnum veita mér þá færni að meta mikilvægi ólíkra aðila og starfsemi ferðaþjónustu í sjálfbærri þróun í dreyfbýli. Ég get því miðlað óhlutdrægri heildarmynd af því hvað ferðaþjónusta þýðir fyrir þitt nærumhverfi sem nota má til að styðja við stærri verkefni líkt og t.d. klasaverkefni eða stefnumótun ferðamennsku.
Aðferðafræði og verkfæri sem ég hef reynslu af eru m.a. Þátttaka almennings, GIS (LUK), kerfisgreining, þróun sjálfbærnivísa, umhverfis- og gæðavottanir auk eigindlegra og megindlegra aðferða við söfnun gagna um viðhorf hagsmunaaðila. Ég annast einnig úrvinnslu og framsetningu gagnanna.
---
Rannsóknir sem ég hef tekið þátt í hafa veitt mér innsýn inn í aðstæður fjölmargra ferðaþjónustuaðila og starfsmenn opinberra stofnanna sem hafa unnið stórverk í þróun ferðamennsku. Það er ómetanlegt að hafa þannig kynnst áskorunum og tækifærum greinarinnar og hvernig þetta endurspeglast hjá ólíkum hagsmunaaðilum ferðamennsku og á ólíkum svæðum.
Ferðamennska hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af nær allri starfssemi og stefnumótun sem á sér stað bæði staðbundið, á landsvísu og á heimsvísu. Ég býð uppá hlutlaust mat á heildaráhrifum ferðamennsku á ákveðnum svæðum sem nota má til að styðja við stærri verkefni líkt og t.d. klasaverkefni eða stefnumótun ferðamennsku.
Aðferðafræði og verkfæri sem ég hef reynslu af eru m.a. Þátttaka almennings, GIS (LUK), kerfisgreining, þróun sjálfbærnivísa, umhverfis- og gæðavottanir auk eigindlegra og megindlegra aðferða við söfnun gagna um viðhorf hagsmunaaðila. Ég annast einnig úrvinnslu og framsetningu gagnanna.
Mat á áhrifum framkvæmda á ferðamennsku
Ég hef þróað aðferðir til að gera heildstætt mat á áhrif framkvæmda á ferðamennsku til nota í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda (EIA). Ég annast einnig úrvinnslu og framsetningu gagnanna. Rannsókn frá mér hefur verið notuð við mat á umhverfisáhrifum(MKB / EIA).
Sjá nánar í Útgefið efni og Lokin verkefni.
---
Ég hef þróað aðferðir til að meta áhrif framkvæmda á ferðamennsku til nota í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda (EIA). Ég annast einnig úrvinnslu og framsetningu gagnanna. Sjá nánar í Útgefið efni og Lokin verkefni.
Eigindlegar og megindlegar kannanir og rannsóknir
Í fyrri rannsóknum hef ég öðlast víðtæka reynslu í að safna gögnum með opnum viðtölum, spurningalistum og rafrænum spurningalistum um aðstæður hagsmunaaðila ferðamennsku og viðhorf þeirra til ýmissa málefna svo sem umhverfismála, sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar ferðamennsku og stefnumótun. Það er einnig hluti af doktorsnámi mínu að þróa aðferðir til að nota landfræðileg upplýsingakerfi (GIS) og sjálfbærnivísa til gagnasöfnunar. Ég tek að mér hvers kyns verkefni við gagnasöfnun og úrvinnslu ganga og hef í fartaskinu góðann upplýsingabanka um hagsmunaaðila ferðamennsku á tilteknum svæðum á Íslandi.
---
Í fyrri rannsóknum hef ég öðlast víðtæka reynslu í að safna gögnum með opnum viðtölum, spurningalistum og rafrænum spurningalistum um aðstæður hagsmunaaðila ferðamennsku og viðhorf þeirra til ýmissa málefna svo sem umhverfismála, sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar ferðamennsku og stefnumótun. Það er einnig hluti af doktorsnámi mínu að þróa aðferðir til að nota landfræðileg upplýsingakerfi (GIS) og sjálfbærnivísa til gagnasöfnunar. Ég hef hjá mér góðar upplýsingar um hagmsunaaðila ferðamennsku á ákveðnum svæðum á Íslandi, sem auðveldar undirbúningsvinnu. Ég tek að mér hvers kyns verkefni við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna.
Þýðing og yfirlestur
Ég tek að mér þýðingar milli íslensku, sænsku og ensku. Ég hef mikla reynslu af að vinna með öll þrjú tunugmál í starfi mínu auk þess að hafa annast yfirlestur fyrir fræðitímarit og doktorsnema. Mér er sérstaklega annt um rétta notkun hugtaka í mínum fræðum og það smitast yfir á þýðingaverkefni þar sem mér finnst mjög mikilvægt að nota rétt hugtök í samræmi við þann texta sem unnið er með. Ég hef tekið að mér verkefni fyrir alþjóðafyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir.
---
Ég tek að mér þýðingar milli íslensku, sænsku og ensku. Ég hef tekið að mér verkefni fyrir alþjóðafyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Ég hef mikla reynslu af að vinna með öll þrjú tunugmál í starfi mínu auk þess að hafa annast yfirlestur fyrir fræðitímarit og doktorsnema. Mér er sérstaklega annt um rétta notkun hugtaka í mínum fræðum og það smitast yfir á þýðingaverkefni þar sem mér finnst mjög mikilvægt að nota rétt hugtök í samræmi við þann texta sem unnið er með.